Fræðslufebrúar í Vídalínskirkju – Trú og tónlist

25. janúar 2019

Fræðslufebrúar í Vídalínskirkju – Trú og tónlist

Vídalínskirkja.jpg - mynd

Í febrúar verða fjögur fræðslukvöld í Vídalínskirkju um tengsl trú og tónlistar. Á hverju kvöldi verða fluttir tveir fyrirlestrar. Sá fyrri fjallar um rit eða hugtak úr Biblíunni en sá síðari um tónskáld eða tónverk sem byggir á stefum úr Biblíunni. Á kvöldunum verður síðan flutt tónlist af úrvals tónlistarfólki. Síðasta kvöldið verður aðeins öðruvísi en þau fyrri þar sem Sigurður Flosason og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson fjalla um sálma sem þeir hafa samið og Kór Vídalínskirkju undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar mun flytja þá.

Dagskrá

5. febrúar Bob og Job

Sr. Sigfinnur Þorleifsson fjallar um Jobsbók. Bókin fjallar um hinn réttláta Job sem lendir í þrengingum. Hvernig bregst hann við þjáningunni og erfiðleikunum?

Sr. Hennning Emil Magnússon fjallar um hvernig Dylan notar Jobsbók á plötunni Time out of Mind til að takast á við eigin sorg.

Systkinin Fríða og Smári Guðmundsbörn flytja eigin útsetningar af tveimur lögum Dylans af þessari ágætu plötu.

 

12. febrúar Messías

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir fjallar um messíasarhugtakið. Hvað er á bak við hugmyndina um Messías?

Margrét Bóasdóttir fjallar um hið slitgóða tónverk Handels. Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona og Peter Máté píanóleikari flytja tvær aríur úr verkinu.

 

19. febrúar Bono og Davíðssálmar

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson fjallar um Davíðssálma. Þeir hafa lifað í gegnum aldirnar í helgihaldi kirkjunnar og menningarsögunni.

Dr. Gunnar J. Gunnarsson fjallar um hvernig Davíðssálmar hafa öðlast framhaldslíf í textum Bono úr U2.

 

26. febrúar

Sigurður Flosason tónskáld og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson skáld fjalla um sálma sína. Kór Vídalínskirkju undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar mun flytja sálma eftir þá. Skemmtileg blanda af tónlist og tali.

 

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill

  • Frétt

Heydalakirkja.jpg - mynd
23
apr

Sumarvaka

Séra Einars Sigurðssonar er fyrst og fremst minnst fyrir sálmakveðskapinn.
7 leikkonur Hki_DSF4948.jpg - mynd
17
apr

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar

Hallgrímskirkju föstudaginn langa 19. apríl kl 13 - 18.
páskar1.jpg - mynd
17
apr

Páskar 2019

Biskup Íslands óskar þér gleðilegra páska: Megi boðskapur páskanna vitja þín, tala til þín, hafa áhrif á líf þitt og færa þér gleði og frið. Gleðilega páska.