Gjöf sem heldur áfram að gefa

17. desember 2018

Gjöf sem heldur áfram að gefa

brosað-með-geit-HK.jpg - mynd

Á jólunum hugsum við til þeirra sem minna mega sín. Á sama tíma og við gleðjumst með okkar nánustu og opnum jólapakka þá minnumst við Jesúbarnsins sem fæddist í fjárhúsi. Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar er hægt að fá gjöf sem gleður móttakandann og getur umbreytt lífinu fyrir fátækt fólk bæði hérlendis og erlendis.

Þú velur á milli fjölda gjafabréfa sem renna í ákveðin málefni og getur því stýrt því hvert peningurinn þinn fer. Andvirði þinnar gjafar fer í að kaupa það sem þú biður um. En til þess að áhugi okkar hér heima verði ekki þörfinni úti yfirsterkari skiptast gjafirnar í fjóra meginflokka. Þannig er hægt að hafa nauðsynlegan sveigjanleika í stuðningi okkar við þá sem þurfa á hjálp okkar að halda.

1. Börn styrkt til náms

2. Ungmenni læra til að tryggja betur framtíð sína

3. Húsdýr, öflugri jarðrækt og umhverfisvernd

4. Vatn og heilsa – grunnur að öllu öðru

Ef þú kaupir geit geturðu verið viss um að peningurinn fer beint í húsdýra- og jarðræktarverkefni okkar. Þegar allir sem eiga að fá geitur, samkvæmt áætlun verkefnisins, hafa fengið hana fær næsti t.d. jarðræktaráhöld og fræ. Eins ef þú kaupir vatn þá veistu að fyrir þína peninga verður fólki útvegað hreint vatn eða annað það sem stuðlar að betri heilsu þess. Við gröfum brunna og setjum upp vatnstanka. En þegar því er lokið samkvæmt áætlun hvers árs, fara peningarnir í fótstignar pumpur til að dæla vatni á akra, fræðslu um hreinlæti, smitleiðir og heilsu og t.d. smokka. Allt innan flokksins Vatn og heilsa. Með þessu móti gefur þú gjafir sem þú vilt gefa og gjafir sem fólk vantar.


  • Frétt

  • Hjálparstarf

  • Hjálparstarf

IMG_E0878[1].JPG - mynd
22
mar

Biskup vísiteraði Hólmsheiðarfangelsið

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vísiteraði Hólmsheiðarfangelsið í Reykjavík í vikunni
Eðvarð Ing.jpg - mynd
22
mar

Sr. Eðvarð Ingólfsson kveður Akranes

Eftir tæp 22 ár í þjónustu sem sóknarprestur á Akranesi þá lætur sr. Eðvarð Ingólfsson af störfum um næstu mánaðamót.
Hallgrímskirkja Saurbæ.jpg - mynd
19
mar

Tillaga að stofnun Hallgrímsseturs

Breyttar aðstæður í Saurbæ greiða þeirri hugmynd leið að opna þar lifandi safn um ævi og störf sálmaskáldsins ástsæla, sr. Hallgríms Péturssonar